Fjármagn sem fylgir hverjum háskólanema hér á landi er helmingur þess sem fylgir nemendum annars staðar á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Ara Kristins Jónssonar, rektors Háskólans í Reykjavík til útskriftarnemenda skólans í dag. Þessu greinir Ríkisútvarpi ð frá.

Rektor fjallaði meðal annars um fjármögnun háskóla hér í samanburði við grannaríki okkar. Hann sagði enn lengt í að fjármögnun háskólanáms hér væri viðunandi þrátt fyrir að stjórnvöld hafi nýlega samþykkt áætlun um auknar fjárveitingar til háskóla og rannsókna. 507 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík í dag.