Kurr er sagður innan veggja Háskólans á Akureyri eftir að háskólarektor frestaði því að ráða nýjan sviðsstjóra yfir Hug- og félagsvísindadeild skólans. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, varð hlutskörpust í kosningu kennara um það hver skuli fá starfið og var búist við að hún fengi það. Akureyri Vikublað segir hins vegar að háskólarekstur hafi hins vegar sagt í kjölfar fundar með Háskólaráði að skoða þurfi málið betur.

Fjórir sóttu um starfið, þar á meðal Sigrún Stefánsdóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri RÚV og Rögnvaldur Ingþórsson heimspekingur. Þremenningarnir eru allir með doktorsgráðu.

Akureyri Vikublað segir að í bréfi sem rektor sendi starfsmönnum segi að skólinn ætli að leita aðstoðar ráðningarstofu um að afla frekari upplýsinga varðandi hæfni umsækjendanna fjögurra til að gegna starfinu.