ReMake Electric ehf. og InTouch IS hafa undirritað samstarfssamning um að vinna saman að því að koma eTactica orkueftirlitskerfinu frá ReMake á markað í Bretlandi. Kerfið gerir fyrirtækjum mögulegt að fylgjast með kostnaði, álagi og notkun rafmagns niður á hvert öryggi með það að markmið að auka rekstraröryggi og ná fram skilvirkni og hagræðingu í rekstri.

Í tilkynningu er haft eftir Hilmi Inga Jónssyni, forstjóra og stofnanda ReMake Electric, að hann sé ánægður með samninginn. Hann sjái virkilega spennandi viðbrögð víða um heim við íslenska eTactica kerfinu. Með samstarfinu við InTouch hafi ReMake fundið hárréttan aðila að að koma vörum og þjónustu fyrirtækisins á framfæri í Bretlandi.

Þar er jafnframt haft eftir Matt Davies, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar hjá InTouch, að með kerfinu geti fyrirtæki af öllum stærðum náð betri stjórn á orkunotkun sinni og gripið til aðgerða til að draga úr óskilvirkni í rekstri. Eftirlit og stjórnun á orkunýtingu séu orðini mikilvægir þættir í rekstri fyrirtækja í Evrópu í dag og fyrirtækjum sé beinlýnis skult að draga úr orkunotkun sinni og þar með losun á koltvísýringi.