Bandaríski byssuframleiðandinn Remington ætlar að óska eftir greiðslustöðvun en rekstur þessa fornfræga tákns um bandaríska byssumenningu hefur verið þungur.

Erfiðleikar í rekstrinum má meðal annars rekja til kjörs Donalds Trump á stól Bandaríkjaforseta en hefur sjálfur kallað sig „sannan vin“ byssuiðnaðarins. Hræðsla byssuáhugamanna yfir takmörkuðu aðgengi minnkaði eftir kjör Trumps sem varð til þess að sala hríðféll.

Remington hefur verið til í meira en 200 ár og saga fyrirtækisins er rakin aftur til ársins 1816.

Ólíklegt þykir að Remington nafnið muni hverfa en mikil endurskoðun mun þurfa eiga sér stað hjá fyrirtækinu.