Renault boðar að þeir munu skera niður kostnað, kynna fjölda nýrra bíla og auka sölu utan Evrópu.

Carlos Gosh, forstjóri félagsins, ætlar að gera Renault að arðsamasta bílaframleiðanda Evrópu, auka framlegðina og skila meiri peningum til hluthafanna með því að borga háan arð.

Hann útilokaði einnig sameiningu við Nissan, en Carlos Goshn gegnir einnig stöðu forstjóra japanska bílaframleiðandans og svo á Renault 44% í Nissan.

Á næstu fjórum árum mun fyrirtækið kynna 26 nýjar bílategundir, en fyrirtækið hefur fyrirtækið byggt of mikið á Megane bílnum, segja sérfræðingar.

Ásamt því að þróa frekar þá bíla sem nú eru í sölu mun fyrirtækið leita á markaði sem það hefur ekki sinnt hingað til. Má þar nefna jeppa, sportbíla og lúxusbíla.

Fyrirtækið ætlar þó hvorki inn á Bandaríkjamarkað né inn á kínverska markaðinn fyrr en breytingarferlinu líkur.

Carlos Goshn tjáði sig ekki um hvort hann myndi segja upp starfsfólki, en áætlar að kostnaður muni lækka um 8-14%.

Hagnaður Renault jókst um 18,7% á síðasta ári og nam 256 milljörðum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi dróst hinsvegar saman um 37,8% vegna lélegrar sölu í Evrópu og aukins hráefnis- og þróunarkostnaðar.

Aurel Leven breytti ráðgjöf sinni úr selja yfir hlutlaust og sagði að rekstrar umhverfið sé að verða enn erfiðara.