Samgönguráðherra Frakklands, Ségolène Royal tilkynnti í gær að franski bílaframleiðandinn Renault þyrfti að innkalla yfir 15.000 bifreiðar.

Renault hefur að sögn ráðherrans samþykkt að innkalla og lagfæra vélar bílanna vegna þess að þær menga umfram útblástursheimildir. Rannsakendur komust að því fyrir stuttu að á vissum hitastigum virkar síunarkerfi vélanna ekki sem skyldi.

Hlutabréf í bílaframleiðandanum hrundu á fimmtudaginn sl. þegar húsleit var framkvæmd hjá fyrirtækinu. Á tímabili höfðu bréfin fallið um rúmlega 20% en enduðu í um það bil 10% lækkun.