Icelandair telur líkur á að ferðamannasprenging kunni að eiga sér stað á Grænlandi á næstu árum, ekki ósvipaðri og varð hér á landi undanfarinn áratug. Í fjárfestakynningu sem félagið birti á þriðjudagskvöld kemur fram að unnið sé að að sameina rekstur Air Iceland Connect við Icelandair en tap hefur einkennt rekstur Air Iceland Connect síðustu ár.

Verið sé að byggja upp nýja flugvelli á Grænlandi og frá og með árinu 2023 aukist möguleikar Grænlendinga til að taka á móti ferðamönnum til muna. Á Grænlandi séu margir af þeim styrkleikum sem Ísland búi yfir sem ferðamannastaður.

Gangi það eftir að áhugi ferðamanna aukist á Grænlandi sé mögulegt að tengja Grænalandsflug frá Keflavíkurflugvelli inn á leiðakerfi Icelandair.