*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 7. apríl 2012 11:34

Rentan kerfisbundið ofmetin

Með þeirri aðferð sem notuð er til að reikna rentugjald er hætt við skattlagning verði meiri en 70%. Bent er á einfalda leið til að leiðrétta þetta í greinagerð með frumvarpi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Nýtt frumvarp til laga um veiðgjöld og stjórn fiskveiða gerir ráð fyrir að sértækt veiðigjald leggist aðeins á ef afkoma eftir reiknaða ávöxtun á verðmæti rekstrarfjármuna og almennt veiðigjald er jákvæð. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir í greinagerð með frumvarpinu á að ef rentan verði neikvæð hjá fyrirtækjum þá fari skattlagningin upp fyrir þau 70% sem frumvarpið geri ráð fyrir.

„Ímyndum okkur að útgerðin sé rekin með 10 milljarða tapi á ári eitt og svo með 10 milljarða hagnaði á ári tvö. Samanlögð renta á árunum tveimur er þá núll. Samt er lagt á 7 milljarða rentugjald á seinna árinu. Sem þýðir að gjaldið er í raun tekið af engu enda rentan ekki annað en umframhagnaður. Umfram það sem þarf til að viðhalda rekstri fyrirtækisins. Þetta skapar tap og leiðir aðferðin því til þess að rentugjaldið er hærra en 70%.“ Daði bendir á að réttara væri að leyfa útgerðum að draga tap fyrra árs frá hagnaði seinna árs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: kvótafrumvarp