Giorgio Napolitano hefur veitt Matteo Renzo stjórnarmyndunarumboð. Flokksbróðir hans, Enrico Letta, baðst lausnar sem forsætisráðherra á föstudag eftir að Renzi hafði lýst vantrausti á hann innan flokks þeirra.

Renzi hefur aldrei hlotið kjör sem þingmaður en hann mun hefja stjórnarmyndunarviðræður á morgun og gæti hugsanlega verið svarinn í embætti á fimmtudaginn.

Ítarlegri fréttir má lesa um málið á vef BBC.