Repúblíkanar eru vongóðir um að ná betri árangri í New York í kosningunum í haust en í síðustu kosningum. New York ríki hefur alltaf verið talið til þeirra ríkja sem Demókratar eiga traustan stuðning. Í dag eru Repúblíkanar aðeins með 2 af 29 sætum New York ríkis í fulltrúadeildinni. Í kosningunum í haust eru auknar líkur á því að þeir geti unnið 6 sæti frá Demókrötum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal. Kosningarnar verða haldnar í byrjun nóvember. Kannanir benda til þess að Repúblíkanar hafi yfirhöndina. Samkvæmt könnun CNN frá því í síðustu viku, eru Repúblíkanar með 7% forskot á Demókrata á landsvísu. Munurinn hefur aukist því forskot Repúblíkana var 3% í síðasta mánuði.