Kosningaúrslit eru ekki endanlega komin á hreint í Bandaríkjunum.  Meginlínurnar eru þó ljósar.  Demókratar héldu velli, eins og spáð var, í öldungadeildinni.  Rebúblíkanar náðu hins vegar meirihluta í fulltrúadeildinni og náðu um 58 sætum af demókrötum.

Sigur Repúblíkanaflokksins var stór en þó ekki eins stór og sumar kannanir höfðu sýnt.  Obama forseti hefur þegar haft samband við John Boehner sem er líklegur forseti fulltrúadeildarinnar og óskað eftir samstarfi um ýmis mál í framtíðinni.

Vonbrigði Obama eru mikil, ekki síst þar sem að flokkur hans missti fyrrum öldungardeildarsæti Obama í Illinois.