RES Orkuskólinn á Akureyri ( RES – the School for Renewable Energy Science ) var settur á laugardag í annað sinn. Á komandi námsári munu yfir fjörtíu nemendur frá fjórtán löndum hefja meistaranám í vistvænni orkunýtingu við skólann.

Um er að ræða eins árs meistaranám í endurnýjanlegum orkufræðum og vistvænni orkunýtingu í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Nemendurnir koma flestir frá erlendum háskólum og hafa þar lagt stund á verkfræði eða raunvísindi og margir á meistara- og doktorsstigi. Fyrstu þrír íslensku nemendurnir hefja nú nám við skólann, en auk þeirra stunda nú nám við RES í fyrsta skipti nemendur frá Mið og Suður Ameríku og Asíu.

Nánar er fjallað um skólann í aukablaði Viðskiptablaðsins um Orku og auðlindanýtingu nk. fimmtudag.