RES Orkuskólinn á Akureyri hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Á fimmta tug nemenda stundar nám við skólann og munu þeir útskrifast á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands. Félagið Orkuvörður ehf. stendur að baki skólanum og hefur rekstur skólans staðið mjög illa undanfarið.

Fréttastofa RÚV greinir frá.

Segir að í nokkurn tíma hafi staðið yfir aðgerðir til bjargar rekstrinum. Það tókst ekki og var Orkuvörður ehf. úrskurðað gjaldþrota í gær. Haft er eftir Ingvari Þóroddssyni, skiptastjóra félagsins, að ekki sé komið í ljós hversu stórt gjaldþrotið er.

Flestir nemendur voru erlendir en skólinn bauð upp á nám í endurnýjanlegum orkufræðum.