Kanadíski farsímaframleiðandinn, Research in Motion, tapaði um 235 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist RIM um 329 milljónir dollara í fyrra.

Handbært fé RIM jókst úr 2,2 milljörðum dollara í 2,3 milljarða dollara. Það að möguleikinn sé fyrir hendi að geta gengið á svo stóran sjóð gæti aukið líkurnar á velgegni nýrri línu af Blackberry-símunum. RIM bindir miklar vonir við nýja stýrikerfi Blackberry, BB10,

Farsímaframleiðandinn seldi 7,4 milljónir Blackberry-síma og um 130 þúsund Playbook-spjaldtölvur á þessum ársfjórðungi.