Björn Harðarson, stofnandi Responsible Surfing, hefur skrifað undir dreifisamning í Bandaríkjunum. Að sögn Björns felst samningurinn í því að vara þeirra er seld undir öðru nafni með smá aðlögun. Responsible Surfing er sprotafyrirtæki sem þróar lausnir sem gera foreldrum mögulegt að stýra og fylgjast með heilbrigðri tölvu- og farsímanotkun barna sinna. Björn stofnaði fyrirtækið fyrir þremur árum en hann hefur áralanga reynslu af klínískri sálfræði með áherslu á atferli og hegðun barna tengdri netfíkn og öðrum hegðunarvandamálum.

Að sögn Björns eru þeir aðilar sem samið er við að vinna að stærra verkefni er tengist lausnum varðandi fíkla og er um að ræða þekkta rannsóknarstofnun á fíkn sem gerði miklar kröfur til þess að fá svona lausn á markað ásamt öðrum úrræðum sem er verið að búa til og verður þessi reynslumikla stofnun samstarfsaðili í frekari þróun. "Við teljum þennan samning mjög góðan fyrir Responsible Surfing og ákveðinn gæðastimpill að við vorum valdir þar sem til greina komu mjög margir aðrir aðilar," sagði Björn.

Að sögn Björns hafa erlendir samstarfsaðilar einkum horft á eftirfarandi eiginleika:

• Eiginleikar hugbúnaðar byggt á viðmiði sem þeir settu sé í upphafi • Gæði búnaðar í prófunum • Þekking á sviði vandans (sálfræði bakgrunnur minn í hönnun og þróun sem og fíkniþekkingin og reynslan) • Plön um farsímalausn í fyritækinu sem þeir hafa sýnt mikinn áhuga

Björn sagði að þeir væru mjög bjartsýnir á framhaldið. ,,Þar sem allt eru þetta aðilar sem hafa samband við okkur fyrst og allt aðilar sem gefa okkur mjög mikinn möguleika á að vaxa hratt á næsta ári þar sem í raun gefur hver samningur okkur svigrúm í að bæta vöruna hjá okkur og herja á fleiri aðila."