Retro Stefsson ehf., sem heldur utan um rekstur samnefndrar hljómsveitar, tapaði um 6,3 milljónum króna á síðasta ári. Þetta var fyrsta heila rekstrarár félagsins. Retro Stefsson er í eigu bræðranna Unnsteins Manuels og Loga Pedros Stefánssona en Grímur Atlason, tónleikahaldari og fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík, er framkvæmdastjóri félagsins.

Tekjur Retro Stefsson námu tæpum 17,4 milljónum króna á síðasta ári en rekstrargjöld námu tæpum 23,7 milljónum króna. Þar af nam aðkeypt þjónusta um 7 milljónum króna, ferðakostnaður um 5,8 milljónum króna og annar rekstrarkostnaður um 3,8 milljónum króna. Þá er gjaldfærður fundakostnaður upp á um 750 þúsund krónur og leiga á bifreið fyrir 1,3 milljónir króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um 5,9 milljónir króna í árslok.

Hér má sjá myndband Retro Stefson við lagið þeirra ,,Qween":