*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 3. maí 2013 10:46

Rétt staðið að gengisláni í jenum

Hæstiréttur hefur dæmt lán Byggðastofnunar til félags á Akureyri löglegt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögmæti erlends láns sem Byggðastofnun veitti fyrirtækinu Samvirkni á Akureyri í febrúar árið 2008. Lánið var í japönskum jenum upp á 30 milljónir króna. Dómurinn taldi rétt staðið að lánveitingunni. Rúmlega 60% af lánum Byggðastofnunar eru í erlendri mynt og telur stofnunin að dómur Hæstaréttar sé fordæmisgefandi fyrir um 90% þeirra.

Héraðsdómur úrskurðaði lánið lögmætt í fyrrahaust og áfrýjuðu forsvarsmenn Samvirkni niðurstöðunni til Hæstaréttar.

Fram kemur í tilkynningu frá Byggðastofnun að skilmálar um 10% lánanna í erlendri mynt eru með öðrum hætti og nú er rekið mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra um lögmæti þeirra.

Dómur Hæstaréttar

Stikkorð: Hæstiréttur Samvirkni