Þrettán sprotafyrirtæki hafa komið sér fyrir á Torginu, nýju viðskiptasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem opnaði á mánudag í húsnæði Landsbankans í Austurstræti 16.

Torgið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Landsbankans og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, og veitir það einstaklingum aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum. Þegar erfiðleikarnir skullu á í efnahagslífinu í október hóf Nýsköpunarmiðstöð Íslands að bregðast við breyttum aðstæðum og er Torgið fyrsti ávöxtur þeirrar vinnu.

Stuðningur Torgsins felst í skrifstofuaðstöðu, handleiðslu sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvarinnar ásamt sakapandi umhverfis og öflugs tengslanets á milli fyrirtækja.