Á tuttugustu öldinni var fiskur mikilvægasta útflutningsafurð okkar Íslendinga og er enn, þrátt fyrir aukið vægi annarra iðngreina. Í byrjun aldarinnar voru verkunaraðferðirnar söltun og þurrkun en þegar líða tók á kom frysting til sögunnar.

Þessi nýja aðferð var kærkomin viðbót við þær eldri og hentug leið til að flytja ferska hrávöru á fjarlæga markaði á sem hagkvæmastan hátt. Þessa hætti tóku fisksölu- og matvælafyrirtæki upp og hófu landvinninga og útrás í beinu framhaldi af því. Alfesca (áður SÍF), Icelandic Group (áður SH) og Bakkavör hafa verið í fararbroddi í þeirri þróun en þó hefur orðið mikil breyting á áherslum undanfarin ár og hvert þeirra hefur farið sínar leiðir.

Það er enginn hægðarleikur að skoða sögu þessara félaga og ætla sér að taka saman merkustu atriði og setja í samhengi. Til mikilla tíðinda hefur dregið hjá öllum fyrirtækjunum þótt ekki sé litið lengra aftur en til síðustu aldamóta.

_______________________________________

Nánar er fjallað um mismunandi áherslur í starfsemi Alfesca, Icelandic Group og Bakkavör Group á undanförnum árum í úttekt í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .