*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 3. júní 2010 13:31

Réttarhöld yfir stærsta eiganda Iceland Seafood hafin

Eigur Mark Holyoake áfram kyrrsettar

Ritstjórn

Réttarhöld yfir breska breska kaupsýslumanninum Mark Holyoake, stærsta eiganda Iceland Seafood og stofnanda British Seafood, eru hafin á Bretlandi. Dómari málsins sagði í upphafi réttarhaldanna, sem voru þann 21. maí síðast liðinn, að á meðan ekki fáist fullnægjandi svör frá sakborningum muni eigur þeirra áfram vera kyrrsettar.

Fyrr á þessu ári voru eigur Holyoake, auk bróður hans og David Wells, fjármálastjóra British Seafood, frystar í kjölfar rannsóknar bresku efnahagslögreglunnar (SFO) á viðskiptum British Seafood. Þeir hafa einnig stöðu sakbornings í málinu. Heildarvirði eigna sem hafa verið frystar er um 210 milljón pund, eða 39 milljarðar íslenskra króna.

Holyoake er sakaður um að hafa svikið út fé í gegnum fjögur félög í sinni eigu með sýndarviðskiptum. Þeirra stærst er British Seafood, sem er alþjóðlegt fyrirtækið í sölu og markaðssetningu sjávarafurða. Félagið er nú í greiðslustöðvun.  Háttur viðskiptanna var sá að fyrirtækin fengu bankalán, og sendu peningana til fyrirtækja staðsett í Hong Kong. Forskrift viðskiptanna var að um verslun við birgja í Hong Kong væri að ræða en svo virðist sem engin raunveruleg viðskipti hafi átt sér stað. Holyoake sat beggja megin borðsins, sem eigandi bæði fyrirtækjanna fjögurra sem ákærð eru og sem raunverulegur eigandi birgjanna í Hong Kong. Eftir að fjárhæðirnar voru komnar í hendur birgjanna voru þær sendar til fyrirtækja staðsett á Bretlandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Í Viðskiptablaðinu í dag er ranglega farið með nafn íslenska fyrirtækisins sem er í eigu Holyoake. Fyrirtækið sem Holyoake á 73% hlut í heitir Iceland Seafood, en ekki Icelandic Seafood. Beðist er velvirðingar á þessu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is