Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, BHM, segir að það sem hafi komið henni mest á óvart í hruninu var það að aldan sem reis fólst öll í að stofna ný hagsmunasamtök en síður í því að fara í þau hagsmunasamtök sem fyrir eru og beita sér þar.„Umræðan hefur vissulega aukist, umfang BHM er meira, það eru ýmsir starfshópar og nefndir en samræðan er ekki jafn mikil og ég hélt að hún yrði.“

Hún segir að staða launafólks sé betri í þeim geirum þar sem samkeppni er um starfsfólk. „Ef við horfum nokkur ár aftur í tímann sjáum við að það sem hefur virkað er samkeppnin, það er að vinnuveitendur hafi ekki einkaleyfi á þinni þjónustu. Hóparnir sem geta flutt sig til og unnið annars staðar fá hærri laun. Heilbrigðisgeirinn hefur liðið fyrir þetta og menntageirinn einnig. Síðan eru það harðar aðgerðir, verkfallsaðgerðir, sem hafa skilað árangri. Réttlætissjónarmið um að laun skuli vera sanngjörn virðast ekki bíta mikið,“ segir Guðlaug.

Ítarlegt viðtal er við Guðlaugu er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .