Á síðustu 20 árum hafa að minnsta kosti 150 flugvélar annað hvort lent á röngum flugvelli eða gert sig líklegar til að lenda á röngum flugvelli.

Algengt svæði þar sem flugmenn ruglast er San Jose í Kaliforníu samkvæmt upplýsingum frá rannsóknaraðilum flugslysa og tölum frá fjölmiðlum.

Nýleg atvik, þegar flugvélum var næstum lent á röngum flugvöllum, voru þegar flugvélar Southwest Airlines Boeing 737 fóru til Missouri og Atlast Air Boeing 747 til Kansas.

Þrátt fyrir þetta þá eru atvikin fremur sjaldgæf þegar litið er til þess að á hverjum degi eru yfir 29 þúsund farþegaflug í Bandaríkjunum. Vefmiðillinn Stuff.co.nz greinir frá málinu hér .