Í samræmi við 18. grein, 2. málsgrein finnskra fyrirtækjalaga (Finnish Companies Act) hefur Glitnir í dag sent tilkynningu til FIM Group Corporation í Finnlandi þar sem fram kemur að Glitnir á meira en níu tíunduhluta (9/10) hlutafjár og atkvæðaréttar í FIM. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Glitnir á nú 42.176.109 hluti í FIM sem samsvarar um 89,81% hlutafjár og atkvæðaréttar í FIM.

Í samræmi við 1. mgr. 18. gr. finnskra hlutafélagalaga, hefur Glitnir rétt til að leysa til sín hluti annarra hluthafa í FIM. Sá innlausnrréttur sem Glitnir hefur ákveðið að nýta getur tekið til allra hluta sem gefnir hafa verið út af FIM og eru í eigu annarra hluthafa.