Hreppsnefnd Reykhólahrepps ákvað á fundi sínum þann 9. september síðastliðnum að afturkalla ákvörðun sína um að ganga til samninga við Gylfa Þór Þórisson, sem sótti um stöðu sveitarstjóra. Ástæðan er sú að bú Gylfa var tekið til gjaldþrotaskipta í lok apríl á þessu ári. Í bókun hreppsnefndarinnar segir að Gylfi hafi ekki látið þess getið í umsókn sinni að bú hans væri gjaldþrota. Hreppsnefndin mun fara yfir allar umsóknir um starfið aftur, með það að markmiði að velja þann hæfasta sem kostur er að því er segir á vefsíðu hreppsins.