Reykjalundur Plastiðnaður ehf. hefur keypt plastgerðina Polyto. Í tilkynningu frá félaginu segir að með kaupum á Polyto muni RP sinna byggingageiranum í víðara samhengi en áður, þ.s. við bætast fjölmargir íhlutir úr plasti fyrir mótauppslátt ofl. ásamt breiðu úrvali af raflagnaefni og sérlausnum fyrir ýmis framleiðslufyrirtæki hér á landi.

Reykjalundur Plastiðnaður er elsta plastiðnaðarfyrirtæki á Íslandi og hefur 60 ára sögu að baki í plastframleiðslu. Fyrirtækið var meðal þeirra fyrstu í heiminum sem tókst að framleiða nothæf plaströr til kaldavatnsveitu en í ár eru liðin 50 ár síðan að Reykjalundarrörin komu á markað. RP hefur einnig verið leiðandi í umbúðaframleiðslu á vörum úr plasti um langt skeið.