Í haust var ákveðið að setja sorpeyðingarstöðina Kölku í söluferli en þá hafði Reykjanesbær samþykkt að segja sig úr rekstrarfélagi sveitarfélaganna um stöðina. Hafa tvö tilboð borist í sorpeyðingarstöðina frá Waste Energy Management ehf. í Reykjavík og Njarðtaki í Reykjanesbæ. Hefur stjórn Kölku ákveðið að ganga til viðræðna við Waste Energy Management ehf. sem átti hærra tilboðið að því greint er frá á vefsíðu Víkurfrétta (VF).   Upphæðir tilboðanna hafa ekki verið gefnar upp, en VF segir tilboð Waste Energy Management ehf. hafa hljóðað upp á 1,3 milljarða krón, en tilboð Njarðtaks hafi verið upp á  500 milljónir króna. Nokkur átök hafa verið um stöðina á milli sveitarfélaganna og hafa bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ lagt þunga áherslu á að rekstrarformi hennar yrði breytt.