Reykjanesbær hefur selt skuldabréf sem Fjárfestasjóðurinn ORK keypti á 6,3 milljarða króna. Þetta er skuldabréf sem Reykjanesbær eignaðist við sölu á HS orku til Geysis Green Energy og síðar Magma Energy. Fagfjárfestasjóðurinn ORK er rekinn af Rekstrarfélagi Virðingar hf og er fjármagnaður af lífeyrissjóðum og fagfjárfestum.

Sjóðurinn hefur greitt bæjarsjóði Reykjanesbæjar um 3,5 milljarða króna í peningum og um 500 milljónir í markaðsskuldabréfum. Lokagreiðsla fer fram eftir 5 ár við uppgjör á skuldabréfinu.

Í framhaldi greiddi Reykjanesbær niður erlent lán og hefur þar með greitt öll erlend lán. Einnig á að greiða upp skammtímalán við lánastofnanir og aðrar skammtímarkröfur. Um 870 milljónir króna verða lagðar til Reykjaneshafnar.