Á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær kynnti Árni Sigfússon bæjarstjóri drög að samkomulagi sem fela í sér að Geysir Green Energy kaupi hlut Reykjanesbæjar í HS Orku fyrir 13 milljarða króna. Verða 3 milljarðar króna greiddir með peningum, 4 milljarðar með hlut GGE í HS Veitum og 6 milljarðar verða greiddir með skuldabréfi sem greiðist á 7 árum. Þá felur samkomulagið í sér að Reykjanesbær kaupir landsvæði og auðlindirnar af HS Orku fyrir 1,3 milljarða króna. Á móti fær bærinn auðlindagjald sem getur numið allt að 90 milljónum króna á ári.