Í kjölfar uppskiptingar Hitaveitu Suðurnesja hefur verið ákveðið að selja auðlindir félagsins. Á uppskiptingarfundinum kynnti Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ hugmyndir um að sveitarfélög keyptu land af HS orku. hf og leigði það síðan fyrirtækinu undir starfssemi sína.

Þannig yrðu auðlindirnar áfram í eigu almennings.  Reykjanesbær hefur nú þegar hafið undirbúning að slíku tilboði.

Um leið var skipað í stjórn hinna nýju félaga og er Árni Sigfússon formaður stjórnar HS veita hf. Varaformaður, Þór Gíslason Geysi. Ritari, Björk Guðjónsdóttir Reykjanesbæ. Aðrir, Guðbrandur Einarsson Reykjanesbæ, Davíð Stefánsson Geysi, Glúmur Jón Björnsson OR og Eyjólfur Sæmundsson Hafnarfirði.