Reykjaneshöfn tilkynnti nú fyrir stuttu að kröfuhafar hefðu veitt höfninni greiðslufrest á lánum sem voru á gjalddaga í dag. Í framhaldi fundar sem var haldinn með kröfuhöfum í gær var samþykkt að veita greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 30. nóvember nk.

Í tilkynningu Reykjaneshafnar dagsettri þann 8. október sl. kom fram að til greiðslufalls kæmi, að öllu óbreyttu, á skuldbindingum hafnarinnar sem á gjalddaga væru þann 15. október sl.

Viðskiptablaðið greindi frá því fyrr í dag að greiðslufall væri yfirvofandi yfir Reykjaneshöfn í dag en bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, sagði í samtali við blaðamann Viðskiptablaðsins í síðustu vikur að staðan væri grafalvarleg.