Kröfuhafar Reykjaneshafnar hafa samþykkt greiðslufrest og kyrrstöðutímavil til og og með 31. janúar 2016.

Þetta er í þriðja skipti sem Reykjaneshöfn fær greiðslufrest og kyrrstöðutímabil, en tilteknar skuldir voru upphaflega á gjalddaga þann 15. október sl. Þann dag var samið um kyrrstöðutímabil til 30. nóvember, en það var síðan framlengt til 15. janúar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar staðfesti það í samtali við Viðskiptablaðið á fimmudaginn að sótt hafi verið um framlengingu á kyrrstöðutímabilinu. Hann sagði einnig að ekkert nýtt væri að frétta í viðræðunum um skuldir bæjarins.  „Ég myndi segja að viðræðurnar væru í gangi og það er ekki komin niðurstaða. Við erum í rauninni á sama stað og við vorum fyrir mánuði, tveimur mánuðum og þremur,“ sagði Kjartan meðal annars.