Sérfræðingar HS Orku hf. telja næga orku á háhitasvæði Reykjanesvirkjunar til að standa undir raforkuframleiðslu nýs 50 megavatta háþrýstihverfils til viðbótar tveim hverflum sem þar eru þegar í notkun. Telja þeir jafnframt að Reykjanessvæðið sé vinnsluhæft í að minnsta kosti 30 ár, en Orkustofnun fjallar nú um leyfisveitingu vegna 50 megavatta stækkunar Reykjanesvirkjunar.

Júlíus segir að HS Orka gangi út frá að afskriftartími jarðhitaorkuvers sé um 40 ár. Aðrir gefi sér jafnvel lengri tíma eða allt að 50 til 60 ár. Hann segir að þrátt fyrir 40 ára afskriftartíma þá beri menn ekki kvíðboga fyrir að orkan á Reykjanesi dugi ekki út afskriftartímann. „Ef menn skoða öll jarðhitasvæði á landinu, þá mega menn ekki alhæfa með þeim hætti. Þau hafa öll staðið undir meiru en upphaflega var gert ráð fyrir.“

______________________________

Fjallað er um Reykjanesvirkjun í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.