Samkvæmt nýjum lista rannsóknafyrirtækisins »» Expatistan yfir dýrustu borgir heims sumarið 2015 er Reykjavík í 35. til 36. sæti ásamt Amsterdam í Hollandi, en í 11. til 12. sæti meðal evrópskra borga. Samkvæmt listanum eru þrjár af fimm dýrustu borgunum í Sviss.

Dýrustu borgir heims eru Zürich í Sviss, Genf í Sviss, Grand Cayman á Cayman eyjum, London í Bretlandi og Bern í Sviss. Allar aðrar höfuðborgir Norðurlandanna, utan Helsinki, eru dýrari en Reykjavík. Samkvæmt listanum er Ósló dýrasta norræna höfuðborgin. Reykjavík er dýrasta borg í heimi fyrir íþróttaskó frá þekktum merkjum og fyrir 40 tommu flatskjássjónvörp, en er þriðja dýrasta borgin þegar litið er til verðlags á fötum.

Ódýrasta borg í heimi samkvæmt listanum er Kisínev í Moldóvu, Madras og Pune á Indlandi eru í næstneðstu sætunum. Að meðaltali er 67% ódýrara að búa í Kisínev en í Reykjavík. Matur í Kisínev er 76% ódýrari en í Reykjavík, húsnæði er 60% ódýrara, fatnaður er 54% ódýrari og samgöngur 76% ódýrari. Að meðaltali er 78% ódýrara að lifa í Kisíneven í Zürich.