Stjórnir Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy hafa ákveðið að snúa bökum saman og undirritað samkomulag um sameiningu félaganna undir merkjum hins fyrrnefnda.

Við sameininguna verður til leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í fjárfestingum og þróun á sviði jarðvarma. Sameinað fyrirtæki hyggst nýta íslenska þekkingu í framrás sinni víða um heim á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Heildarverðmæti félagsins eftir sameiningu nemur um 65 milljörðum króna.