Á miðvikudaginn fer fram skuldabréfaútboð á vegum Reykjavíkurborgar, en markmiðið er að afla borginni um eins milljarðs króna með útboði á bréfum í skuldabréfaflokknum RVK 091. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að útboðið verði með því fyrirkomulagi að samþykkt tilboð bjóðist á sama verði.Lægsta samþykkta verð mun ákvarða söluverð.

Skuldabréfaflokkurinn sem um ræðir er nú 14.225 milljónir króna að nafnverði og heimild er til stækkunar á flokknum á þessu ári um 6.500 milljónir. Það sem af er árinu hefur flokkurinn verið stækkaðu um sem nemur 4.895 milljónum.

Umsjón með sölu skuldabréfanna hafa Íslandsbanki og MP banki.