Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var meðal framsögumanna á málþingi íslenskrar Nýorku og Skeljungs, „Fjölorka til framtíðar“,  sem haldið var í Hörpu í gær.

Þar sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri frá áætlun borgarinnar í uppbyggingu innviða til að styðja við innleiðingu á umhverfisvænni samgöngum. Í máli hans kom fram að markmiðið væri að Reykjafvíkurborg yrði kolefnishlutlaus árið 2040.

Hann talaði um mikilvægi samstarfs borgarinnar og einkaaðila og nefndi að á síðastliðnu ári hefðu forsvarsmenn rúmlega 100 fyrirtækja skrifað undir yfirlýsingu og skuldbundið sig til að setja sér aðgerðarbundin markmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. „Við erum í góðri stöðu hér á landi, borgin og stjórnvöld eru samstíga og setja sér háleit markmið þegar að kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ sagði borgarstjóri ennfremur.