Samkvæmt samþykktum breytingum á gjaldskrá Reykjavíkurborgar mun skipulagsfulltrúi rukka fyrir móttöku erinda um deili- eða aðal­skipu­lags­breyt­ingu eða út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is. Morgunblaðið greinir frá þessu nú í morgun.

Gjaldið verður 10.500 krónur en því er ætlað að ná yfir þann kostnað vegna vinnu sem hlýst af afgreiðslu erinda. Samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er gjaldskránni "ætlað að standa undir umsýslu og öðrum kostnaði við skipulagsvinnu embættisins s.s.afgreiðslukostnaðar, gerð umsagna, deiliskipulags, breytinga á deiliskipulagi, grenndarkynninga, útgáfu framkvæmdaleyfa, öflun meðmæla Skipulagsstofnunar o.fl."

Viðskiptablaðið fjallaði nýlega um sambærilegt gjald sem var innheimt í Hafnarfjarðarbæ en Ágúst Pétursson, formaður Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, segir að þetta séu gjöld sem „enginn botnar upp né niður í,"