Reykjavíkuborg greiðir 4,4% vexti ofan á verðtryggingu fyrir fimm milljarða króna framkvæmdalán sem greint var frá fyrr í dag. Að sögn Óskars Bergssonar, formanns borgarráðs, var það mat borgarráðs að þetta væru vel ásættanleg kjör enda afskrifar borginn fasteignir sínar á 50 árum eða meira. Óskar sagði að þessi kjör væru talsvert

Óskar benti á að með þessari lántöku lokaði borgin framkvæmdaáætlun sinni. Í miðborginni eru nokkrar framkvæmdir og má þar nefna uppbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstrætis eftir bruna; endurgerð á Laugavegi 4-6 og þá standa yfir framkvæmdir við endurgerð Tjarnarbíós. Til framkvæmda í miðborginni eru áætlaðar 775 milljónir. Á fjárhagsáætlun er einnig gert ráð fyrir 300 milljóna króna framlagi til endurbóta og meiriháttar viðhalds fasteigna, sem krefjast nokkurs mannafla.

Óskar benti á að ætlunin væri að selja hluta þeirar bygginga sem ráðist verður í.