Reykjavíkurborg var í dag dæmd til að greiða Frjálslyndaflokknum 3,4 milljónir auk vaxta og verðbóta og 750 þúsund krónur í málskostnað.

Málið snýr að lögbundnum fjárframlögum til stjórnmálaflokka en Ólafur F. Magnússon borgarstjórnarfulltrúi F-listans á þessum tíma lét greiða framlag til Borgarmálafélags F-listans en ekki beint til Frjálslynda flokksins eins og áður hafði verið gert. Ólafur sjálfur hafði stofnað Borgarmálafélag F-listans. Á þeim tíma sem borgin greiddi framlag til Borgarmálafélagsins var Ólafur jafnframt borgarstjóri í Reykjavík.

Dóminn í heild sinni má finna á vef Hæstaréttar .