Reykjavíkurborg hyggst fara í mannaflsfrekar framkvæmdir á næstunni til að sporna við samdrætti í byggingariðnaði.

Þetta kemur fram á vef Samtaka iðnaðarins.

Að sögn Óskars Bergssonar, formanns borgarráðs og Framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar, verður ekki sett meira fjármagn í framkvæmdirnar heldur verður forgangsröðun breytt.

Til greina kemur að byggja skóla, en margir þeirra hafa búið við bráðabirgðahúsnæði.

Óskar mun gera grein fyrir aðgerðaráætlun borgarinnar vegna breytinga í efnahags- og atvinnuumhverfi hér á landi á opnum fundi í dag kl. 16:30, á 7. hæð Höfðatorgs í Borgartúni 12-14.