Reykjavíkurborg er gert að greiða bílaumboðinu Brimborg ehf. rúmlega 135 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Greiðslan er gegn því að Brimborg, sem stefndi Reykjavíkurborg í málinu, skili lóð við Lækjarmel í Reykjavík ásamt þeim byggingarrétti sem lóðinni fylgir.

Brimborg óskaði eftir að fá lóð úthlutað þann 25. janúar 2006 og var úthlutað byggingarrétti á lóðinni nokkrum vikum síðar. Hinn 9. október 2008 óskaði Brimborg hinsvegar eftir að fá að skila líðinni og fór fram á endurgreiðslu þeirrar upphæðar sem reitt hafði verið af hendi. Þeirri ósk var hafnað.

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið féllst á þá kröfu Brimborgar þann 9. febrúar 2010 að ákvörðun Reykjavíkurborgar um að synja félaginu að skila borginni aftur byggingarrétti að lóðinni sé ógild. Dómari taldi ekki efnui til að hrófla við túlkun ráðuneytisins.