Fyrirliggjandi uppgjör Reykjavíkurborgar bendir til að rekstrarniðurstaða borgarinnar verði neikvæð um tæpan 1.080 milljónr króna á fyrsta ársfjórðungi. Fjárhagsáætlun hljóðaði upp á 1.117 milljóna króna halla. Niðurstaðan er því 36 milljónum krónum betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þá er gert ráð fyrir að halli verði á rekstri borgarinnar fyrir fjármagnsliði upp á 405 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun A-hluta fyrir tímabilið var gert ráð fyrir 861 milljóna króna halla. Þetta er því 456 milljónum krónum betri niðurstaða en áætlað var.

Óendurskoðaðir árshlutareikningar A-hluta Reykjavíkurborgar voru lagðir fram í borgarráði í gær.