Reykjavíkurborg er þessa dagana á ráða í 160 störf á skóla- og frístundasviði. Alls á eftir að ráða í 75 stöðugildi í leikskólum, þar af 58 leikskólakennara. 23 á eftir að ráða í grunnskólana, þar af 5 kennara.

Þá vantar um 60 starfsmenn í frístundastarf, en yfirleitt er um 50% störf að ræða. Undanfarin ár hafa flestar ráðningar á frístundaheimili átt sér stað í síðustu viku ágústmánaðar.

Staðan hjá Reykjavikurborg er nokkuð betri en á sama tíma í fyrra. Þá átti eftir að ráða í 95 stöðugildi í leikskólum og 42 í grunnskólum og þann 23. ágúst 2012 vantaði 95 starfsmenn í frístundaheimili. Þá gekk vel að ráða í lausar stöður og má búast við því að sú verði raunin þetta haustið.