Reykjavíkurborg hefur gefið út nýjan skuldabréfaflokk með auðkennið RVKN 35 1. Skuldabréfin eru óverðtryggð með jöfnum afborgunum til 20 ára með greiðslu afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti, að því er segir í tilkynningu til kauphallarinnar.

Seld hafa verið skuldabréf í flokknum að fjárhæð 1,7 milljarða króna að nafnvirði. Skuldabréfin voru seld í lokuðu útboði á ávöxtunarkröfunni 6,83%. Flokkurinn er opinn að stærð og fyrirhugað er að hann verði stækkaður á komandi árum og að viðskiptavakt verði tekin upp með flokkinn.

Með þessari skuldabréfaútgáfu hefur Reykjavíkurborg gefið út skuldabréf fyrir samtals 2.190 milljónir króna á árinu 2015 og hefur þar með lokið við útgáfuáætlun ársins 2015 sem hljóðaði upp á 2.190 milljónir króna.

H.F. Verðbréf hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf.