Í hádeginu var Reykjavíkurborg skýnuð af skoðabótakröfu skemmtistaðanna Monte Carló og Mónakó á Laugavegi. Félögin sem ráku staðina vildu meina að borgin hefði sýnt valdníðslu með breytingu á afgreiðslutíma skemmtistaða og tregðu við að endurnýja rekstrarleyfi staðanna. Þetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins .

Skaðabótakröfuna lögðu félögin fram því þau töldu sig hafa orðið fyrir rekstrartapi vegna styttri afgreiðslutíma og selt minna en árið á undin. Einnig hafi skemmtistaðirnir tapað viðskiptavild vegna háttsemi borgarinnar og umfjöllun um staðina í fjölmiðlum. Héraðsdómur Reykjavíkur tók ekki undir málflutning skemmtistaðanna og sýknaði Reykjavíkurborg. Monte Carló og Mónakó var svo gert að greiða 250 þúsund krónur hvor í málskostnað.