Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013.

Þetta kemur fram á Vísi.is . Heimildir Vísis herma að sala allra eigna OR utan kjarnastarfsemi verði undirbúin, enda sé lánið frá borginni háð því skilyrði. Einnig kemur til greina að Reykjavíkurborg kaupi hús Orkuveitunnar og leigi henni til baka.