Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka skilar ábata upp að 174 milljónum á ári. Tekjur af ferðamönnum fyrir árið 2010 voru tæpar 200 milljónir og við þá tölu bætist ábati í heilsu og neytendaábati. Á móti kemur síðan samfélagslegur kostnaður.

Meðalútgjöld á hvern erlendan hlaupara sem kemur til landsins eru 280.674 kr. Þá er meðtalinn kostnaður við flugfargjöld.

Þetta kemur fram í lokaverkefni Gerðar Þóru Björnsdóttur sem gerði kostnaðarábatagreiningu á Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka 2010.