Þegar skoðað er hvaða þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpi um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána má sjá að meirihluti þingmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, Frumvarpið naut aftur á móti meirihluta stuðnings þingmanna í öllum öðrum kjördæmum.

Samtals greiddu fimm þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi suður gegn frumvarpinu en fjórir þeirra með frumvarpinu. Einn var fjarverandi og einn greiddi ekki atkvæði. Í Reykjavíkurkjördæmi norður greiddu fimm þingmenn atkvæði gegn frumarpinu en þrír með því. Tveir voru fjarverandi og einn var skráður með fjarvist.

Þetta er ekki síst áhugavert í ljósi þess að áður hefur komið fram að stærsti hluti umræddrar leiðréttingar mun falla í hlut íbúa á höfuðborgarsvæðinu.