Næstkomandi þriðjudag, 13. júlí, munu almennir kröfuhafar Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka greiða atkvæði um nauðasamninga félagsins. Ef frumvarpið verður samþykkt, og staðfest af Héraðsdómi, verður Straumi skipt í tvö félög. Annað þeirra verður eignarumsýslufélag sem heldur utan um stærstan hluta eigna Straums. Þá verður hlutafé kröfuhafa látið liggja þar. Hitt félagið verður fjárfestingarbanki og verður með þjónustusamning við eignaumsýslufélagið, til dæmis varðandi bakvinnslu, fyrirtækjaráðgjöf og miðlun verðbréfa. Það mun ekki stýra eignum eignaumsýslufélagsins.