Þrátt fyrir Hæstaréttardóm þar sem fjármögnunarleigu­samningar Lýsingar við Smákrana voru ekki taldir lána­ samningar efast margir um for­ dæmisgildi þess dóms og er í bígerð annað mál gegn Lýsingu vegna slíks samnings um kaup á fasteign.

Hæstiréttur hefur tvisvar sinn­ um á rúmu hálfu ári tekið afstöðu til þess hvort svokallaðir fjármögn­ unarleigusamningar skuli teljast lánasamningar eða ekki. Í máli þrotabús Kraftvélaleigunnar gegn Íslandsbanka komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að um lána­ samning væri að ræða, þótt hann hafi verið færður í búning fjár­ mögnunarleigusamnings.

Í máli Smákrana gegn Lýsingu komst Hæstiréttur hins vegar að þveröf­ ugri niðurstöðu. Það hvort samn­ingurinn teljist fjármögnunar­ eða lánasamningur skiptir höfuðmáli ef samningurinn er gengistryggð­ur. Eins og Hæstiréttur hefur ítrek­að sagt í dómum sínum eru geng­istryggð lán ólögleg og á það líka við um kaupleigusamninga. Fjár­mögnunarleigusamninga má hins vegar gengistryggja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.